M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Október

16.10.2011 14:39

Skúra-spjall

Síðastliðið föstudagskvöld kíkti ég í skúrinn til Grétars Más, þar er ýmislegt til að skoða, þónokkur mótorhjól af öllum stærðum og gerðum, flott vinnuaðstaða, og meiri að segja eitt stykki camper. Þegar menn eru búnir að fá nóg af því að brasa í hjólunum já eða campernum er ekkert annað að gera en að opna einn kaldann, tilla sér í settið og taka eitt skrens í guitar hero.
Það er alvöru skúra stemming hjá Grétari.

Þarna var hjólið hans Dadda í geymslu, hann er e-ð tegundavilltur þessa dagana, eða langar bara svona mikið í Hondu.

Þetta er flott hjól hjá karlinum.

Guitar hero klikkar seint.

Hjólin leynast á ýmsum stöðum.

Myndir

15.10.2011 17:59

2x Harley Drullusokkar




Tveir eins

14.10.2011 21:44

Suzuki Intruder 1400 "00

Ég tók nokkrar myndir af Intrudernum hans Rúnars um leið og ég myndaði Triumph-ana hans Gylfa. Trúderinn er flottur í alla staði og hér fáið þið nokkrar myndir af gripnum.
Hjólið er til sölu...



Fleiri myndir hér.

13.10.2011 22:43

Triumph-arnir hans Gylfa Úr.

Ég tók nokkrar myndir af Speedmasternum og Thunderbirdinum hans Gylfa í kvöld.
Gylfi er mikill Triumph maður og segir að breskt sé best, þannig að ég skoðaði bretana vel og leist mér bara ljómandi vel á þá.
Hjólin eru mjög snyrtileg og líta vel út eins og sést á myndunum.

Hér er Speedmasterinn, hann var svartur þegar að Gilli eignaðist gripinn, hann lét svo fljótlega mála hjólið í þessum litum, Litirnir og samsetningin fara hjólinu mjög vel.



Breskt er best, hvað er í gangi með torana í bretanum ???

Triumph Thunderbird 900


Eins og ég sagði áðan þá eru hjólin mjög snyrtileg hjá Gylfa.

Restin af myndunum

12.10.2011 22:44

AFMÆLIS & haustfagnaður GAFLARA

Við viljum minna á Gaflaragleðina næstkomandi laugardag. Allir Drullusokkar eru velkomnir á þennan flotta viðburð.

11.10.2011 23:12

Kawasaki ZZR(ZX)1400

Kawasaki var að kynna 1400 Kawann fyrir næsta ár .
Hann er töluvert breyttur frá hjólinu sem hefur verið á markaðnum síðustu ár, en ekki nýr frá grunni. 2012 hjólið er með1441cc í stað 1352cc í eldra hjólinu, með þessu bori fá þeir meira tog á öllu snúningssviðinu. Kawasaki fullyrðir að hjólið muni skila yfir 200 hestöflum og verði einnig sneggsta fjöldaframleidda hjólið á markaðnum. Rickey Gadson aðal kvartmíluökumaður Kawasaki hefur prófað hjólið og er búinn að ná einhverjum svaka tímum í 1/8 & 1/4mílu á standart hjóli segja Kawasaki menn.
Hjólið verður með traction control og nokkrum "möppum" (powermodes) sem hægt er að velja um.

Fljótt á litið lítur það eins út og eldra hjólið, en margt hefur breyst, plasthlífarnar, framljósin, hljóðkútarnir, felgurnar, sætið ofl. sem sagt alveg eins nema aðeins öðruvísi.

 

10.10.2011 22:21

Triumph Daytona 675

Triumph er með plastgræju á markaðnum, sem er kannski
ekki mikið þekkt hér á landi.
Hjólið er 675cc 3.cylendra línuvél, skilar 124 hö við 12600sn/min.
Trumpinn er nokkuð léttur eða 161kg þurr og 185kg með vökvum.
Þróunarvinnan hófst árið 2000, fyrsta prótótýpan kom í lok árs 2004, í lok árs 2005 var það kynnt á stórri mótorhjólasýningu í Bretlandi, og loks kom hjólið á markað 2006, og hefur breyst lítillega ár frá ári síðan þá.
Hjólið var hannað og þróað til þess að geta keppt við japönsku 600 hjólin og hefur fengið fínustu dóma eftir að það leit dagsins ljós 2006. Fyrsta árið voru aðeins framleidd 4000 hjól, 1000 á evrópumarkað, 1000 á USA markað og 2000 hjól á Bretlandsmarkað. Þeir framleiða e-ð meira af þeim í dag á ári.

Hjólið er nokkuð töff, gagnrýnendur setja útá að margir smáhlutir séu "hráir" en í heildina eru flestir sammála um að heildarlúkkið sé flott.

Alveg sama hvaða test er gluggað í þá fær Daytona 675 alltaf góða dóma, létt lipurt og krafturinn skemmtilegur, snýst ekki eins og japönsku 600 hjólin en torkar heldur meira. Við eigum kannski eftir að sjá meira af þessu hjóli í framtíðinni.

08.10.2011 23:08

50cc í gegnum árin

50 kúbika hjólin eru stór partur af mótorhjólamenningunni. Ég segi fyrir sjálfan mig að nöðrutímabilið var ábyggilega eitt skemmtilegasta tímabilið á hjólaferlinum mínum allavegana fram að þessu, kannski vegna þess að eina sem maður þurfti að hugsa um var naðran, nógur tími til að hjóla, dunda og spá í tækið.
Hér fyrir neðan eru myndir af nöðrum í gegnum árin.



Hér eru fyrstu nöðrurnar sem komu Victoría nær og NSU fjær á hjólunum sitja Raggi Bald og Páll Pálmason



Hér er fyrsta gerð Honda 50 ( C110 ) árg 1963 á myndinni eru
Óli Venna og Raggi á Látrum


Hér eru fjórar Hondur tvær 50 cc sú bláa er árg 1967 og sú rauða er árg 1963


Þessi Honda 50 var sérstök og eina svona hjólið sem kom hjólið hét CZ 100 á græjuni situr Óskar Þór Óskarsson


Honda 50 sem að Stebbi Finnboga á, þetta er C 114 árg 1967 3 gíra, en þetta hjól lítur eins út og fyrstu Hondurnar sem komu árið 1963.

Svo er Daxinn klassískur, og var mikið af honum á landinu á sínum tíma. Daxinn var kynntur árið 1969 og framleiddur til 1981, árið 1995 byrjaði Honda aftur að framleiða hann til ársins 2000, hjólið er með 3.gíra kassa og enga kúpplingu.

Hér eru Darri á Suzuki AC50 og Hermann Haralds á Honda SS50, myndin er tekin ca. 1975. AC súkkan var með 2-stroke vél, en SS-inn með sömu 50cc fjórgengis vélina og í Daxinum, nema með 5. gíra kassa og kúpplingu, Þessi vél er fjöldaframleiddasta bensínvél sögunnar og er enn þann dag í dag framleidd og notuð í barna krossara frá Honda.



Hér er Gunnar Laxfoss á Suzuki AC 50 árg 1977


Hér er Davíð Þór Einarsson á AC 50 árg 1977

Hér er Honda MB-50 sem er götuútfærslan ,MT-50 var svo torfæruútfærslan, sama stell og vél, Þetta hjól átti Gummi Páls, hann keypti það af Hlyn Sigmunds, Hlynur mixaði tvo hljóðkúta á hjólið og útvarp í sætið. 

Siggi Árni á Kawasaki AE 50, Ingi Þór á Honda MTX 50 og Sæþór (ég) á Suzuki TS50XK, TS súkkan var vinsæl naðra hér á landi, og e-ð til af þeim enn í dag . Gaman væri einhvern daginn að finna TS-ið og skvera það.......

Honda MBX50(80) sem að Egill Kristjáns átti, hér eru nöðrunar aðeins farnar að líkjast götugræjum dagsins í dag.  MBX-ið var með diskabremsu að framan sem þótti frekar flott.


Honda NSR50, svona hjól sá ég í Honda umboði á Mallorca 1996 (þá 13 ára) og slefaði, seinna komu svo plastnöðrunar til landsins.

Peugeot XR-6 2006, hjól sem að Óðinn Ben átti nýtt, glæsileg naðra.

Þetta er flott mynd, þrjú frekar ólík hjól.
Eva Dögg Davíðs á nýlegu kínahjóli, Jóhanna Svava Darra á SS50 og Sæþór Birgir Sigmars á Yamaha Tzr 50

08.10.2011 00:11

Árið 1991

Hvað var í boði á hjólamarkaðnum fyrir 20 árum.
Tíminn flýgur, rifjum upp hvað var nýtt árið 1991.

Kawasaki ZZ-R 1100 kom fyrst á markað 1991

Suzuki GSXR 1100

Honda CBR600F

Suzuki VS1400 Intruder

Yamaha FZR600


Hér hafið þið þessa upprifjun, hjólin hafa breyst mikið á þessum 20 árum, og það er virkilega gaman að stúdera þróunina aðeins

06.10.2011 17:57

Kíkt í skúrinn hjá Dagrúnu og Marlboro


Í sumar sem leið var haldin aðalfundur Gamlingja í Þykkvabæ hjá Dagrúnu Foringja, ég notaði tækifærið og myndaði svolítið í skúrnum hennar en þarna kennir ýmisa grasa eins og maðurinn sagði um árið.



Hér er eitt Kawasaki Z 1 Classic



Hér er Kawasaki z 650



Hér er eitt Suzuki Wankel græja og sést líka í gamlan Royal Enfild



Hér er ein Honda cb 750 árg 1972



Hér er einn Kawi KZ 1300 árg 1981



Hér er grindarskakkur Kawi KZ 900 árg 1976



Já það má segja að það kennir ýmisa grasa þarna í skúrnum hjá henni Dagrúnu

05.10.2011 22:53

Reisið

Hér fyrir nokkrum árum kepptu þeir félagar Tryggvi og Darri á 50cc Hondum á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, nokkur ár í röð.
Reyndar keppti Lilli bróðir Darra í tvö skipti á Rommet hjóli sínu, en varð að draga sig úr mótaröðinni vegna hörguls á dekkjum,Rommetið var nefnilega með viðrinisstærð af felgum og Lilli fékk hvergi dekk.
Stemmingin í kringum keppnirnar var ansi skemmtileg, eina reglan var að ekki mátti breyta kjallaranum í mótornum, en flestu öðru var nú breytt.
Hringurinn sem farinn var, var bæði á möl og malbiki, fyrsta árið var einn hringur og eftir það bættist við hringur á hverju ári.
Hjólin sem notuð voru, voru Honda Dax (Tryggvi) og Honda C50 (Darri) það hjól gengur undir nafninu Helgi Fagri. Það spruttu að sjálfsögðu upp keppnislið í kringum þetta og hétu þau Team Dax og Team Bjútí, en Bjútí menn kölluðu Team Dax liðið ávalt Henda strax.
Í upphafi voru hjólin orginal, en voru svo tjúnnuð með allskonar brögðum fyrir hverja keppni. 70cc kit, annað púst, flugvélabensín, ram-air kerfi !, Team Bjútí menn gengu svo langt að græjað var nitro-kerfi í hjólið, og mótorinn settur í annað stell, það mátti jú breyta öllu nema kjallaranum.
Það er erfitt að lýsa stemmingunni í kringum þessar djók keppnir með fáum orðum, en stemmingin var ótrúlega skemmtileg.
Ég læt hér fylgja nokkrar myndir, en ég á nú samt allt of fáar myndir frá þessum keppnum.

Hér eru græjurnar eitt árið

Hér er Team Bjútí komnir með annað stell (en sama hjartað) og nítró, kúturinn er á stýrinu
Action shot

Hér í lokin er eitt af fréttabréfunum sem að Bjútí menn gáfu út nokkrum sinnum.

03.10.2011 15:47

Hjól mánaðarins




Hér sjáum við flott mótorhjól ,það væri nú enn flottara að sjá félaga Dadda negla þessari græju eftir bryggjuni heldur en á orginal monster Kawanum sínum. þessi færi honum betur ekki spurning.

03.10.2011 15:25

Til sölu hjá Óla bruna


Sæl verið þið nær og fjær,

Sá að hjól var auglýst okkur til fróðleiks svo ég bæti tveimur við sem eru til sölu:



1. Harley Davidson Screaming Eagle Electra Glide Ultra, 110 inc. árg. 2007 ek. 12-13000 km. Með öllu sem hægt er að hugsa sér eins og CVO hjólin eru og svo bætti ég um betur eins og sjá má á mynd af hjólinu, tilboð óskast.





2. Honda CBR1000RR árg. 2008 ek. 2200 km, eins og nýtt með nokkuð af aukahlutum, þ.e. púst, tail/sæti, titanium slide kubbar, kúplings og bremsuhandföng, staðgreitt 1400 þús.
Sjón er sögu ríkari, þið látið það ekki trufla ykkur þó ég sitji á hjólunum !!!!

Kv. Óli bruni

02.10.2011 23:50

Yamaha YZF R1 2012

Yamaha hefur kynnt 2012 R1 hjólið fyrir umheiminum.
Hjólið er að mestu leiti það sama og 2011 en þó með einhverjum nýjungum, og ber þá helst að nefna Traction control, ásamt öðruvísi hlífum á framenda og yfir hljóðkúta, Yamaha segir að hjólið eigi að vera grimmara á svipinn. Það verða framleidd 2000 eintök af hjólinu í afmælisútgáfu, 50 ára Gp kappakstursafmæli.
Þá er hjólið perluhvítt og rautt, með gylltum Yamaha merkjum á tanknum, framan og aftan á hjólinu, lítið auka límmiðakit fylgir því og á tanknum verður það merkt
 50th anniversary edition ____/2000
Hjólið er eins og öll 1000cc supersport hjólin,,, þvílík græja....

02.10.2011 21:58

Þekkt hjól úr sjónvarpi

Það er nú þannig að þegar maður er hæfilega sýktur af mótorhjólaveirunni tekur maður eftir hjólunum sem notuð eru í sjónvarpi, þ.e.a.s í sjónvarpsþáttum, bíómyndum eða tónlistarmyndböndum, þó svo að hjólin séu sjaldnast aðalatriðið, þannig að mér datt í hug að rifja upp nokkur hjól sem sést hafa í imbanum í gegnum tíðina.

James Bond Tomorrow newer dies (1997)
BMW R1200


Queen ; Crazy little thing called love (1979)
Honda GL1000 Goldwing 1978
Hljómsveitin Queen notaði hjólið í myndband


Matrix Reloaded (2003)
Ducati 996


Top Gun (1986)
Kawasaki GPz900R 1985


Dr. House
HONDA CBR1000RR Fireblade 2005


Þetta er nú bara brot af því sem kemur upp í hugann, en nóg í bili.
Flettingar í dag: 610
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2089
Gestir í gær: 303
Samtals flettingar: 866488
Samtals gestir: 63193
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 08:47:18