M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.05.2009 18:19

Gamlir Gullmolar Frá Óla Sigurvins


Óli Venna flottur á Zundapp 50 cc. Takið eftir flotta (D)drullusokknum. Við eyjamenn höfum greinilega alltaf
verið mjög drullusokkavænir.


Óli Venna og Raggi á Látrum við hondu 50 C110 árg. 1963. Myndin er tekin við Helgafells-braut 25.


Svona voru bílar og hjól flutt til eyja með Herjólfi í den. Myndin er tekin í Þorlákshöfn.


Í Herjólfsdal vil ég vera, á Zundapp.


Honda CB 160 árg. 1965. Ath myndin er 40 ára gömul. Hvar var mótorhjólamenningin
í den, auðvitað í Vestmannaeyjum, mekka mótorhjóla á Íslandi.


Hér situr Áskell Bjarnason, en hann hefur verið búsettur í Þorlákshöfn síðastliðin 45 ár. Hjólið sem hann situr á er Honda C92 125 cc árg. 1964 og er þetta fyrsta japanska mótorhjólið sem flutt er til Vestmannaeyja, og eitt allra fyrsta Honda mótorhjólið sem Gunnar Bernhard flutti inn. Eigandi hjólsins var Ragnar Jónsson auðvitað kenndur við Hornið. Frá Horninu hafa margir hörðustu mótorhjólanaglar eyjanna komið.

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2089
Gestir í gær: 303
Samtals flettingar: 866435
Samtals gestir: 63188
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:47:40