M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.10.2013 20:44

Jæja Biggi minn, það kom að því.....



Brunapistill #7, og nú er það innrás frá Bretlandi



Norton Commando eina mótorhjól heimsins sem valið var fimm sinnum mótorhjól ársins í Englandi.

Rekja má sögu Norton aftur til ársins 1898 þegar James nokkur Norton byrjaði að smíða mótorhjól. James hafði mikinn áhuga á öllu sem fór hratt og var ekki lengi að slá hraðamet árið 1923 með hjóli sem náði 82.67 mílna meðalhraða á einni klst. og á einum km náði það 89.22 mílna hraða. Ári seinna var James komin með race hóp í nafni Norton. Það fylgdi Norton alltaf í gegnum árin að það var bara ekki hraðinn sem Norton hjólin voru orðuð við, nei líka frábæra aksturs eiginleika. Það var ekki fyrr en 33. árum seinna sem Norton hætti kappakstri og þá aðallega vegna "innrásar" fjölcylindra  japanskra hjóla. Norton varð vinningshafi í 34 Tourist Trophy keppnum og tugum ef ekki hundruðum  Grand prix akstursmóta. Af þessum keppnishjólum var Manx hjólið það frægasta, en framleiðslu þess hjóls var hætt 1963. Sex árum seinna kom það hjól sem við ætlum að fjalla um á markað þ.e.a.s. Norton Villiers Commando 750cc og það hjól varð strax vinsælt meðal kaupanda um allan heim. Hvað gerir Commando hjólið svona skemmtilegt, jú allir blaðamenn mótorhjólablaða þess tíma voru sammála um eitt það voru frábærir aksturseiginleikar og nær engin eftirbátur Triumph Trident sem var þó þriggja cylindra. Commando hjólið vigtar um 425 pund með bensíni og eitt af léttustum súperbækum þess tíma. Hjólið fer frábærlega gegnum beygjur án þess að ökumaður þurfi að taka mikið á hjólinu, bara horfa í rétta átt og hjólið eltir þá stefnu án átaka. Nær útilokað að láta nokkuð snerta, hvorki standpedala né púst. Það var aldrei hægt að láta hjólið "hrista" hausinn hvorki útúr beygjum né þegar snögglega var slegið af. Áseta var þægileg, jafnvel á kappakstursbraut og það breytti engu þó farþega væri bætt við. Þarna árið 1969 var hjólið enn með borðabremsum bæði að framan og aftan, en samt sögðu þeir sem prufuðu hjólin að frambremsa væri bara góð og þá jafnvel í neyðarhemlun, (innskot svona hægjur virka eins og ABS !!). Átak á frambremsu er létt og þarf í raun aðeins tvo putta til að taka vel á henni. Afturbremsa er sögð ágæt og hjólið hoppaði ekkert að ráði að aftan við stífa hemlun. Í samanburða prófi við CB Hondu, Yamaha, Kawasaki, Triumph ofl. varð Commando í fjórða sæti með vegalengd í nauðhemlun frá 65 mílna hraða, borðabremsur geta sko virkað. Fjöðrun er sögð góð bæði framan og aftan, sem kemur ekki á óvart miðað við það sem sagt eru um aksturseiginleika hjólsins. Nú er Biggi breti farin að brosa út að eyrum og aðallega útaf því að Honda er varla nefnd á nafn. Ein mesta nýjung þessa hjól eru útfærslan á mótorpúða kerfinu, sem einangrar mótor frá grind, kerfi þetta er kallað Isolastic, þetta kerfi kemur í veg fyrir titring uppí stýri, sæti og standpedala. Jú hjólið titrar í hægagangi og ekki er gott að sjá hvað er í baksýnisspeglum fyrr en hjólið er komið svona í 2500-3000 snúninga. Hjólið er í raun sett saman úr tveimur einingum með þessu kerfi. Þ.e. grind er ein eining, síðan mótor, gírkassi og afturgafall ein eining. Þetta kerfi sér einnig til þess að afturhjól og gírkassa tannhjól eru alltaf í línu. Í hægagangi titrar hjólið eins og stóðhestur fyrir utan merargirðingu (bara að endurtaka skrif erlendra blaðamanna), síðan er bara að taka aðeins í bensíngjöf og hjólið er eins og stóðhesturinn eftir að hliðið að merunum er opnað. Aðeins smá titringur uppí standpedala þegar komið er á góða snúning, en varla til óþæginda. En hugsanlega verða þessir gúmmí mótorpúðar (isolastic system) til leiðinda þegar þeir fara að slitna en það er síðara tíma vandamál. Commando hjólið er með 4. gíra gírkassa og með mjög góðum hlutföllum, í samanburða prufu voru öll önnur hjól með 5. gíra kassa nema þá Harley Sporster, ekki leiðum að líkjast. Kúppling er létt í átaki og ekkert snuð þó vel sé tekið á hjólinu. Þá er komið að því sem allir vilja helst vita þ.e. afl Commando hjólsins í raunverulegri notkun ekki bara tölur á blaði frá framleiðanda. ¼ míluna fór hjólið á 12.92 og náði Commando hjólið næst besta tíma á eftir Kawasaki Mach IV og þá aðeins 0.26 hærri tíma, en eins og áður sagt voru þarna Hondur, Ymmar og Tridentar, Sporster o.s.frv.. Endahraði mældist 103.21 mph. Prufuökumaður sagði hjólið aðeins vera laust við startið þ.e. náði ekki alveg nógu góðu gripi, hjólinu var snúið í 7000 rpm áður en skipt var (ég þarf að spyrja Bigga breta um þetta), en afl kemur inn við 3000 rpm. Sagt er að hraðamælir Commando hjólsins sé sá nákvæmasti af prufuðum hjólum, en ekki alveg hægt að segja það sama um snúningshraða mæli. Síðan mætti vera Trip stillingar möguleiki á hraðamælir því engin er bensínmælir. Hjólið er aðeins með kickstarti, það er sveif fyrir karlmenn til að setja í gang, rafstart var aðeins hugsað fyrir konur á þessum tíma  !! (og hugsanlega enn). En því má bæta við að Norton Commando hjólið kom ekki með rafstarti fyrr en 1975 og þá var það kallað Rafmagnsaðstoð og virkaði yfirleitt ekki nema þegar hjólið var heitt og rafgeymir í toppstandi. En Commando hjólið fór yfirleitt í gang á fyrsta Kicki, jafnvel kalt þ.e. þegar búið var að prima blöndunga (eldri borgarar vita hvað er að prima blöndunga). Hjólið þ.e. mótor er sagður frekar hljóðlátur af tveggja cylindra breta að vera, en hljóð frá hljóðkútum er óborganlegt og frekar hávært, eina hjólið sem lét hærra var Mach IV Kawinn, var ekki Sporster þarna líka ?? Áseta er sögð nokkuð góð, en menn með stuttar lappir gætu lent í vandræðum, en sæti talið aðeins of mjótt. Með hjólinu kemur ágætis verkfærasett (ekki veitir af segja eigendur japanskra hjóla á þessum tíma). Bensíntankur er frekar lítill tekur um 2 ¾ gallon og aka má um 100 mílur áður en sett er á varatank. Málningarvinna er sögð mjög góð. Sjálfsmyrjandi olíukeðja þ.e. einhver tæknileg útgáfa frá olíutank (Kawasaki Z1 kemur uppí hugann) og sagt er að þetta sé bara ein. viðbót við olíuleka (mín orð !!) en tæknimenn Norton séu að leita leiða til að lagfæra þennan ágalla, því olíublettir eru alltaf fyrir neðan keðju þegar stöðvað er. Niðurstaða: Commando Roadsterinn er frábært mótorhjól og á mikla framtíð fyrir sér, þrátt fyrir stífa samkeppni frá Japan, með sínum fjögurra cylindra hjólum, með rafstarti, diskabremsum og svoleiðis dóti, því Commando hjólið var valið mótorhjól ársins fimm ár í röð í Englandi, engin hefur leikið það eftir, semsagt Breskt er best.

Óli bruni # 173


Hér eru svo spekkarnir,, greinilega suddatæki á sínum tíma og í dag einstaklega flott klassík.


Flettingar í dag: 1043
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 249
Samtals flettingar: 864832
Samtals gestir: 63040
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 08:58:25