M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

01.06.2015 19:31

Meira um sjómannahelgi og landsmót




Eins og áður hefur komið fram þá verður skoðunardagur og pulsu/pylsugrill á fimmtudaginn, á föstudagskvöldinu verður svo grill og fínerí á skipasandi, og á laugardaginn verðum við með mótorhjólasýningu á Skipasandi opið verður í húsnæðinu hans Rabba á Dala-Rafn og hjá Darra og Tryggva
, þar sem hjólum verður raðað uppi inni og úti ef vel viðrar. Svo kemur Jón í JHM sport í heimsókn og kynnir fyrir okkur allt það nýjasta í mótorhjólaaukahlutum og fatnaði, hann verður í húsnæðinu hans Gilla Vals á Skipasandi. Þannig að Drullusokkadagskráin fyrir sjómannhelgina er þræl spennandi.




Landsmótsfréttir.

Allt er á fullu í undirbúningi fyrir landsmótið. Verið er að leggja lokahönd á leyfis- og pappírssúpuna sem mótinu fylgir, við verðum svo sem fyrr segir í Herjólfsdal með lítið svið þar sem Sniglabandið mun að sjálfsögðu troða upp, og eru þeir (örugglega) búnir að eyða miklum tíma á æfingum fyrir giggið. Það er verið að pæla í óskalagaþema á föstudagskvöldið og trilltum dansleik á laugardagskvöldið. Aukaferð verður farin frá Landeyjahöfn seinnipartinn á fimmtudeginum 2. júlí, töluvert er búið að bóka í ferðina og hvetjum við fólk til að klára það tímanlega, og ekki er verra að hafa strappa með sér, þeir eru þægilegri en bílastrapparnir um borð.

Endilega deila þessu Facebookinu.

Kveðja Stjórnin.
Flettingar í dag: 1516
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 249
Samtals flettingar: 865305
Samtals gestir: 63062
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 13:32:34