M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

20.11.2012 13:18

Myndir frá Svenna Magg

Svenni Magg skannaði inn nokkrar myndir og færði okkur. Myndirnar eru teknar rétt eftir 1990 og eru ansi skemmtilegar, þar er að sjá nokkra grjótharða einstaklinga sem sem voru þekktir á götum bæjarins fyrir um 20 árum.
Einhverra hluta vegna hefur okkur ekki tekist að safna mikið af myndum frá þessum árum og því er mjög gaman að fá þessar í safnið. Við þökkum Svenna kærlega fyrir.

Hér er Þórir pípari við "84 GPz-una sem hann átti, Jón Steinar átti þetta hjól áður.

Gummi Ingi við FJ1200 hjólið sem hann átti, Addi Steini eignaðist það svo seinna og svo enn seinna áttu Maggi breti, Ómar Sveins, Svenni Matt og Heimir Geirs hjólið.

Hér er Svenni Magg (myndaeigandi) á 750F Súkku og Sigurjón Andrésar á 1100 Súkku.

Flettingar í dag: 2191
Gestir í dag: 331
Flettingar í gær: 1804
Gestir í gær: 293
Samtals flettingar: 860412
Samtals gestir: 62193
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 22:55:15