M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.12.2012 11:02

MatcAriel


Okkur var að berast póstur frá Njáli Gunnlaugssyni af gömlum Matchless sem er búinn Ariel 350 cc vél. Sem sgt kokteill á jákvæðann hátt.





Hér eru tvær skemmtilega myndir sem gaman væri að sjá á Drullusokka síðunni.
Hjólið er Ariel VH/Matchless 1946 kokkteill sem hann Gunnar Vagn Aðalsteinsson mótorhjólavirki setti saman fyrir um það bil 30 árum Hjólin fann hann úti á túni hjá bónda nokkrum fyrir vestan og var Matchless mótorinn ónýtur, en mótorinn úr Ariel hjólinu hafði verið tekinn úr og geymdur inni og þess vegna var hægt að grauta saman einu hjóli úr hræjunum. Gunnar setti hjólið saman á nokkrum mánuðum uppi í risherbergi hjá sér og lét sig hafa það að fara með það einn niður stigann og var næstum búinn að keyra það út um gluggann á stigaganginum. Þetta hjól er reyndar til enn þann dag í dag uppgert eins og þú kannski þekkir, á mynd af því þannig líka.

Kv. Njáll





Flettingar í dag: 1520
Gestir í dag: 273
Flettingar í gær: 1804
Gestir í gær: 293
Samtals flettingar: 859741
Samtals gestir: 62135
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 17:53:34