M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

07.12.2012 22:00

Meira af 500 cc Triumphnum




Hér er önnur mynd af 500cc Triumph hjólinu hans Tona á Haukabergi myndin er hvellskýr og því enn meira gaman af henni.það eru nokkrir gamlir skápar sem hafa áhuga á svona gömlum hjólum og í gær stofnuðum við í Rvk klúbb sem snýst eingöngu um gömul mótorhjól og notkun þeirra klúbburinn verður mjög svo takmarkaður enda ekki margir svona þverhausar til hérlendis eins og við sem nennum að brasa og aka um á svona gripum enda alfarið okkar mál að sjálfsögðu. það voru 11 félagar sem mættu á stofnfundinn. Þar var nafn klúbbsins ákveðið og svo þarf að græja merki fyrir okkur en nafn þessa virðulega klúbbs mun verða hið mjög svo viðulega heiti " ÞVERHAUSAR"  vélhjólafélag.
Það er ekki amalegt að vera bæði Drullusokkur og Þverhaus enda toppar það bara fjörið í þessu, enda lífið stutt og um að gera að njóta þess á meðan hægt er.



Hér er svo ein mynd frá Njáli Gunnlaugssyni af samskonar Triumph 500 árg 1937 en þessi var á Ísafirði eins og númmerið sýnir Í 77.
Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2210
Gestir í gær: 336
Samtals flettingar: 860505
Samtals gestir: 62234
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 01:36:33