M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.08.2014 22:47

30 ára afmælishjólamíla Snigla.



Næstkomandi laugardag 16.ágúst verður haldin kvartmílukeppni í tilefni af 30 ára afmæli Sniglanna. Það verða eingöngu mótorhjól í þessari keppni og margir flokkar. Markmiðið er að fá sem flesta hjólara til að mæta sama hvernig hjólum þeir eru á og sama hvort þeir hafi einhverja keppnisreynslu eða ekki, því flokkarnir eru fjölbreyttir og til að gera daginn sem skemmtilegastann þurfa sem flestir að taka þátt. Gaman væri að safna saman nokkrum Drullusokkum í keppnina og taka þátt í flottu framtaki Sniglanna og Kvartmíluklúbbsins.

Hér að neðan er auglýsing tekin af sniglar.is.



Næsta laugardag, 16. ágúst, verður afmælishjólamíla Snigla haldin á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Mílan er haldin í tilefni 30 ára afmælis Snigla er og hún haldin í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn. Að sögn Sigurjóns Andersen, stjórnarmanns í KK og fyrrverandi stjórnarmanns Snigla, verður keppt i mörgum flokkum. Reynt verður að fá fólk til að keppa i hippaflokki, skellinöðruflokki, fornhjólaflokki og svo auðvitað hefðbundnum flokkum, yfir og undir 800 rsm.

Hægt verður að skrá sig inn á kvartmila.is strax annað kvöld og skráningu lýkur á fimmtudagskvöldið. Staðfest er að Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, hafi boðað komu sína og verður hann örugglega elsti keppandinn á brautinni, 76 ára gamall. Tæmerinn, eins og hann er kallaður, er ekkert ókunnugur því að keppa í kvartmílu því á stofnári Sniglanna vann hann hjólaflokkinn í keppninni 10. júlí á Yamaha FJ1200 og fór hann brautina á tímanum 11.36 sek.

Sniglar hvetja alla sem áhuga hafa á að taka þátt að skrá sig á kvartmíla.is og vonumst við til að sjá öfluga keppni í bæði hefðbundnari flokkum sem þeim óhefðbundnari.


Við Drullusokkar (og ekki sokkar) gætum auglýst keppnina til að trekkja að fleiri keppendur og áhorfendur að á margvíslegan hátt. T.d. svona :

Hilmar (tæmer)  sokkur #0 ætlar að mæta og þenja græjuna, Óli bruni ætlar að kveikja í afturdekkinu á gömlum breta á burn-out svæðinu, Tryggvi og Addi Steini ætla að endurtaka spyrnuna "Bræður berjast" á nýskveruðum hjólum, Daddi mætir á nýjasta ZX10 landsins, Darri sýnir aflið í alvöru hjóli með FJÓRUM pústum, Biggi, Laugi og Símon koma með 6900cc á brautina, Hörður og Bjöggi taka ítalíueinvígi og Gauji, Maggi, Helgi og Egill keppast um að eiga besta tímann innan Drullusokka á V-rod/Street-rod 


Ef þetta myndi ekki trekkja að þá veit ég ekki hvað....

Hvað segja menn ???  Er einhver áhugi ???


Flettingar í dag: 1431
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 1804
Gestir í gær: 293
Samtals flettingar: 859652
Samtals gestir: 62129
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 17:32:31