M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.06.2014 18:30

Nokkrar myndir frá helginni


Afkomendur Geira heitins Heiðursfélaga #48.

Bretarnir.

Binni og Gústi að skoða ringdingara með dömutakka.

Biggi og Nortoninn.

Óli á CBX-inum.

Darri og CBX-inn hans.

01.06.2014 22:36

Spyrnan

Hér er video frá Gauja Engilberts af spyrnunni ógurlegu.

Sándið í CBX 1000 með Kerker 6 í 1, já sæll hvað er að frétta, bændurnir á suðurlandi hringdu og kvörtuðu yfir hávaða,, geðveikt hljóð..

Honda from GE Verk sf on Vimeo.

01.06.2014 21:53

Hjólahelgin..

Jæja, þá er hjólahelgi okkar Drullusokka afstaðin.
Hún heppnaðist bara ágætlega. Skoðunardagurinn frestaðist, en grillið og hittingurinn á föstudagskvöldinu var ljómandi. Veisluþjónusta Einsa kalda sá um matinn og var hann hrikalega góður. Við borðuðum í húsinu hans Rabba (ekki lengur) á Dala-Rafn á Skipasandi og svo var spjall fram eftir kvöldi.
Á laugardeginum var svo spyrnt, lögreglan lokaði fyrir okkur veginum suður á eyju svo að Addi og Tryggvi gætu útkljáð sín mál, en ég hef grun um að umræðan um hvort hjólið sé öflugra upp þessa brekku muni taka sig upp aftur.
Næst buðu Tryggvi og Erla uppá dýrindis humarsúpu í Nöðrukoti.
Síðan var græjuð sýning í Dala Rafns húsinu, húsinu hans Darra, Nöðrukoti hjá Tryggva, Goggaheimilinu (þar sem boðið var uppá dýrindis vöfflur ) og svo var Jón í JHM-sport með sölubás í Bjargar húsnæðinu. Bernhard menn voru svo með fjögur ný hjól í Bragganum ásamt fatnaði, Stebbi í Eyjablikk lánaði okkur einnig sitt bil en ekki komu nægilega mörg hjól til að raða í það húsnæði. Síðan var tekinn rúntur um bæinn til að loka deginum.

Helgin heppnaðist ágætlega en veðrið setti samt strik í reikningin, sýningin hefði verið úti á Skipasandi, rúnturinn verið fjölmennari og spyrnan hefði notið sín betur, en við búum á Íslandi. Þetta var kannski frumraun okkar Drullusokka í að halda svona prógram og hef ég fulla trú á því að hjólahelgin okkar muni bara þróast og verða skemmtilegri á næsta ári.

Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að halda þetta kærlega fyrir, öllum þeim sem mættu á sýninguna og einnig viljum við þakka öllum þeim Norðureyjingum sem komu kærlega fyrir komuna, það var virkilega gaman að fá ykkur.

Takk fyrir helgina, þetta var frábært og þetta verður enn betra næst.


Gauji og Daddi.

Básinn hjá JHM-Sport.

Dala-Rafns húsið.

Inni hjá Darra.

Óskar og Biggi.

Þeir eru í öllum stærðum Drullusokkarnir.

Já og reyndar Akureyringarnir líka.

CBX-inn.

Ef einhverjir eiga myndir eða myndbönd frá helginni, þá væri gaman að fá afrit inná síðuna okkar.

31.05.2014 10:23

Race day to day.


Honda CB 750 vs Honda CBX 1000 the race is to day at 12,00 a clock.



Addi on the CBX.



Tryggvi on the CB 750

Nú kemur það í ljós í dag hvernig racið fer milli bræðrana .







Addi vann,,, Eigum við ekki bara að segja að hann hafi verið á nýju regndekki ?


28.05.2014 00:33

Jhm-sport mætir á svæðið.....

Jón Magg í JHM-sport ætlar að gera sér ferð á skerið okkar og vera með sölubás á sýningunni okkar á laugardaginn. Jón er með mikið úrval af vörum í búðinni, dekk, vara og auka hluti, olíur, hreinsiefni, leður og gori tex galla, skó, hanska, hjàlma, og margt fleira. Einnig koma Bernhard menn með nokkur ný mótorhjól og verða með til sýnis.  Þà er bara að bíða og vonast eftir góðu veðri, en ég hef enga trú á öðru en að það verði gott veður, það er svo langt síðan við pöntuðum það.......


Hér er slóð á heimasíðu JHM-sport.

27.05.2014 09:32

ATH. ATH

Skoðunardagur Frumherja og Drullusokka sem átti að vera næstkomandi föstudag verður frestað vegna veikinda hjá Jónasi skoðunarmanni.

Þetta breytir aðeins planinu okkar á föstudaginn en engu að síður hittumst við um kvöldið og borðum saman. Snillingarnir hjá Einsa kalda sjá um matinn þannig að það lofar góðu.

Skoðunardagurinn verður ákveðinn síðar þegar Jónas verður hressari, við óskum honum góðs bata.


24.05.2014 22:01

Já nú er komið sumar.


Tói vinur minn Vídó tók í gær nokkrar táknrænar myndir af gamla í kjölfar sumarsins tilvonandi.



Það þarf að vinna líka gamli sagði Steini Tótu einhver tímann og eru það vist orð að sönnu, en það þarf að leika sér líka bætti einhver góður maður við þessa frægu settningu Steina. Hér er Frár VE að sigla í gær í túr og vélstjórinn í frí og gamli kominn í leikpælingar eins og sjá má.



Það verður svo rosa fjör hér hjá okkur Eyjapeyjum varðandi mótorhjól og allt viðkomandi þeim og eigum við von á fjöldanum öllum af gestum ofan af Norðurey til að taka þátt í sprellinu með okkur um sjómannahelgina. Svo er bara að vona að veðurguðirnir verði með okkur í liði um næstu helgi.

21.05.2014 07:22

Spyrnupælingar

Eyjan titrar af spenningi vegna spyrnu aldarinnar, það er allt búið að vera á öðrum endanum í bæjarlífinu síðustu vikurnar vegna vangaveltna yfir spyrnunni, menn gleymdu sér aðeins síðastliðinn fimmtudag og fram yfir helgi þegar að okkar flotta handboltalið landaði íslandsmeistaratitlinum.
Tryggvi talar þannig að hann sé öruggur sigurvegari, en miðað við nýjustu pælingar í karlinum skelfur hann af hræðslu.

Heyrst hefur að hann sé búinn að ræða við Bernhard bræður um kaup á nýju CB1100, stærra rúmtak og meiri tjúnn möguleikar. En til að það komist ekki upp að hann verði ekki á æskuástinni þá er komin lausn á því.
www.samurider.com






Fjórir í fjóra til að fullkomna lúkkið.

Kittið inniheldur eftirtalda hluti:

WHITE HOUSE/HONDA CB1100 K10 FULL KIT

 

K10 Fuel Tank + Side covers
K10 Chrome Front Fender
K10 Headlight Brackets
K10 Headlight Cover
K10 K style /Horizontal Seat
k10 Turn Signals
k10 Fork Bellows
k10 Chrome Meter Covers
k10 Tail Light

Verðið á kittinu er 633.000 jen sem myndi gera 706.807 kr. eða ca. 1.200.000kr heimkomið.
  Svo er hægt að fá pústið aukalega.

19.05.2014 19:27

CBX1425cc

Þessi er aðeins búinn að preppa CBX-inn sinn...

16.05.2014 11:23

Smá meira trump....

Þessi dúddi er sko alveg með það á hreinu hvernig á að nota svona Trumpa.

Myndbandið er líka virkilega flott tekið og klippt.


15.05.2014 12:34

Sjómannahelgin 30 maí til 1 júní



Drullusokkafagnaður Sjómannadagshelgina

175 skoðað.

Screen shot 2014-05-14 at 19.35.26

Það stendur mikið til hjá Drullusokkum í Vestmannaeyjum næstkomandi sjómannadagshelgi og ekki úr vegi fyrir hjólafólk að skreppa þangað í helgarrúnt. Á föstudeginum fer fram stóri skoðunardagur Drullusokka og Frumherja en þar er boðið upp á pulsur af grillinu. Um kvöldið er svo hjólahittingur á Skipasandi. Daginn eftir mun fara fram spyrna aldarinnar þar sem tveir landsþekktir hjólabræður munu berjast, annar á Honda CB750 og hinn á Honda CBX1000. Sama dag mun fara fram sýning Drullusokka sem verður með öðru sniði en áður. Að sögn Harðar Snæ, Drullusokk nr. 8 verður dagskráin með hjóladagasniði. "Sýningin verður ekki inni í íþróttasal eins og venjulega heldur erum við með sex trillukrær niður við bryggju, allar á sama blettinum þar sem við sýnum hjólin. Við erum þar að reyna að samtvinna þetta við dagskrá sjómannadagshelgarinnar" sagði Hörður í samtali við bifhjol.is. Seinnipart laugardags verður svo farin hópkeyrsla um eyjuna.

  • hjólafólk að s

  • r í dag....

  • Screen shot 2014-05-14 at 17.55.49 0

    Marc Marquez hjá Honda til 2017

    Heimsmeistarinn Marc Marquez hefur framlengt samning sinn við Moto-GP keppnislið Honda út árið 2016. "Við erum mjög ánægðir að hafa náð samningum við Marc í tvö keppnistímabil í viðbót" sagði Shuhei Nakamoto framkvæmdarstjóri keppnisliðs Honda. Marc,...

  • Screen shot 2014-05-13 at 21.18.04 0
    Merkið var keypt af ítalanum Franco Malenotti árið 2012 en h

09.05.2014 20:16

Breskt er ...........

Jæja Óli og Biggi,,, hér er e-ð fyrir ykkur.. Flottur tjúbari...

09.05.2014 20:11

Bacon



Þessi mynd er nú ekki mótorhjólatengd en á samt alveg heima hér á síðunni..........

Flettingar í dag: 934
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 819
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 838120
Samtals gestir: 58754
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 23:28:19